26.4.2008 | 16:43
Hundfúll!
Ég er alveg ægilega sár í dag, ekki skemmtilegustu úrslit sem við gátum óskað okkur!
En leiktíðin er ekki búin ennþá, allt galopið á toppnum, sem er bara stuð! :D
Barca á þriðjudag og svo West Ham á laugardag :D (Gallinn er að við erum ekki búnir að vinna WH í 3 ár) eins gott að það gerist núna :D
Áfram Man Utd
![]() |
Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 21:04
Skömm og gleði
Sem United maður...þá skammast ég mín fyrir nokkra leikmenn á vellinum! Vörnin stóð sig reyndar mjööööög vel en áttu samt bölvaðar klaufaspörk. Owen Hargreaves fær allt mitt hrós..enda stóð hann sig frááábærlega og var með einn af betri mönnum á vellinum :) Var frekar sár útí Ronaldo eftir vítaspyrnuna en pressan var mikil þannig að maður skilur þetta aðeins. Ég skammast mín fyrir það að Barcelona gjörsamlega áttu leikinn frá A-Ö. Rooney sást ekki rassgat og veit ég ekki hvað hann var að gera á vellinum, Tevez stóð sig ágætlega en ég hefði viljað sjá meira af honum. Anderson og Nani hefði ég viljað sjá í fyrri-hálfleik og sömuleiðis Giggs, skil ekki hvað Park var að gera þarna!
Gleðin hjá mér er samt fólgin í því að United tókst að halda hreinu á Nou Camp og það er afrek á sinn hátt!
Spenntur að sjá seinni leik liðanna sem verður haldinn á Old Trafford.
Svo er einnig annar stórleikur á laugardaginn þar sem United tekur á móti Chelsea í ensku deildinni.
Stressið mun halda áfram....
![]() |
Barcelona og Man Utd gerðu markalaust jafntefli - Ronaldo skaut framhjá úr vítaspyrnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 13:19
Brandari?
Það var mikið að lögreglan gerði eitthvað þessu rugli! Sturla segir að það megi ekki opna á sér munninn, það er reyndar alveg satt eeeen þetta er engan veginn í samhengi! Að stefna fólki í umferðinni í hættu er bara kjaftæði, kæruleysi! Það er reyndar ekki afsakanlegt að sprauta yfir saklaust fólk eeeen eitthvað varð að gera til að losa sig við vitleysingana! Klapp fyrir löggunni ....
![]() |
Vonandi að fólkið stígi fram" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 11:21
Það er eitthvað aaaaaaað...
Skoh...málið er að þegar fólk bíður sig fram sem forseta, þá virðist þetta vera virðulegt fólk en svo kemur alltaf í ljós að frambjóðendur séu bara djöfullinn sjálfur. Hvað þykist þessi kona eiginlega vera??? Við erum að tala að George Bush sé slæmur en ég hef nú aldrei heyrt það að hann vilji þurrka út heilt land. Mér leist vel á Clinton fyrst en núna er ég farinn að hallast að Obama.
Heldur hún virkilega að hún komist í forsetastólinn eftir þessa umsögn, held hún ætti baaaara að fara að aftur heim til sín og leggja sig í smástund!
![]() |
Clinton hótar Írönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 10:45
Svona á að gera þetta!
Það klikkar ekki að maður heyri eitthvað nýtt og sumt ruglað á hverjum degi, þetta er helvíti sniðugt samtsemáðu
Ég er samt viss um að það sem hann veifaði var ábyggilega dinglumdanglið hans....kæmi mér ekkert á óvart
Maður veit aldrei hvað frændum okkar Dönum dettur í hug :)
Kannski maður prófi þetta einhvern tímann með kærustunni í framtíðinni, elta hana í kringlunni...neiii kannsk ekki
![]() |
Ástarleikurinn barst út á bílastæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 11:42
Pappírs Pési
...þessi maður hlítur að vera líkamlega brenglaður, ef að ég hefði reynt þetta þá hefði ég held ég byrjað á því að festa hendina og svo bara ekkert meir. Ég er samt ekki frá því að það sé fínt að hafa svona mann við hlið sér ef maður ætlaði að fremja rán
Þvílíkur klikkhaus......gott að hann hefur allavega fundið tilgang með líkamsbyggingunni
![]() |
Smeygði sér inn um 35x35 bréfalúgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2008 | 20:43
Gæti rautt skegg unnið?
![]() |
Keppt í skeggvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 19:01
JÁ SÆLL!!!!!
Eigum við að ræða þetta eitthvað eða??? :D
Ég er ennþá að nudda augun!!!!!
![]() |
Damion Rice leikur í Bræðslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 08:30
Roskilde Festival 2008?
Hvenær mun sá tími renna upp að maður taki upp kortið, fari í BT, fari á miði.is, velur Roskilde og renni síðan kortinu í gegn og fái miðann beint í hendurnar??
Til eru margar hátíðir sem eru sagðar betri en Hróaskelda, t.d "Rock Am Ring" í þýskalandi , "Wrechter Festival" í Belgíu, "Download Festival" á Bretlandseyjum og fleiri.
Þegar maður skoðar á line-upið á þessum hátíðum þá eru minnst spennandi hljómsveitirnar á Roskilde, allavega að mínu mati. Það sem samt er skemmtilegast við Roskilde er að allar íslensku hljómsveitirnar fá að spreita sig þarna. Eins og þetta árið verður Mugison og Bloodgroup (eða stolt okkar austfirðinga eins og margir vilja orða það). Ég þarf nú ekki einu sinni að segja frá því að Mugison verður að hita upp fyrir "Queens Of The Stone Age" sem er auðvitað geggjað á sinn hátt....Bloodgroup skaust fljótlega upp á stjörnuhimininn eftir að hún byrjaði að spila hér á þar. Hún hefur mikið verið að spila í Bandaríkjunum og Englandi. Roskilde er hátíð möguleikanna en margar hljómsveitir á borð við Muse hafa verið uppgötvaðar á þessari hátíð! Ég held að málið sé að fara bara að renna kortinu í gegn.
![]() |
Mugison og hljómsveitin Bloodgroup á Hróarskeldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 22:14
This Is My Life
Persónulega hefði ég viljað sjá Haffa Haff í Eurovision eeeen ég er samt helvíti sáttur með þetta lag, myndbandið finnst mér ekkert fyndið.
Ég held samt að þau Fiðrik og Regína eigi eftir að standa sig vel þarna úti og óska ég þeim góðs gengis!
![]() |
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar