Færsluflokkur: Íþróttir

Týpískur þjóðverji?

Ég verð nú að taka undir ummæli Alex Ferguson þegar að Man Utd datt út úr Meistaradeildinni fyrir Bayern Munchen, þá lét hann þessi skemmtilegu orð falla og sagði "Týpískir þjóðverjar"

Franz segir að enska landsliðið hafi verið lélegt fyrstu tvo leikina og þannig að þeir ættu ekki séns. Englendingar spiluð jú langt undir getu en náðu 2 jafnteflum .. en það sem þessi maður þarf að átta sig á að Þjóðverjar voru engu skárri í riðlakeppninni, áttu engan veginn skilið að vinna Ghana, unnu leikinn með einu góðu skoti (reyndar það sem þarf) en þetta var mikil heppni.

Ég er ekki að segja að England muni endilega vinna Þýskaland en ég held að vanmetning geta orðið Germany að falli, once again


mbl.is Beckenbauer: Þreyta í enska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vangaveltur..

Ég er eiginlega feginn að hann verði ekki seldur. Hann er búinn að skora fá mörk en fólk gleymir því að hann er snillingur í að byggja upp mörk. Hann er jú latur og hleypur lítið en mér þótti gaman að sjá hann á móti Stoke í lokaleiknum í deildinni, þó hljóp hann eins og vitleysingur (sennilega afþví að þetta var síðasti leikurinn..). Hann segist ætla að berjast næsta tímabil og ætla ég svo innileg að vona að skotskórnir komist í gang
mbl.is Ferguson: Berbatov er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískur Ferguson..

Ég er búinn að vera aðdáandi Man Utd í 16 ár og fylgst með mínu liði eins mikið og get. Ég held að þetta sé ekkert annað en blöff hjá Ferguson, segist ekki ætla að kaupa neinn leikmann, kannski einn... og svo stekkur hann inn og gerir hin ótrúlegustu kaup! Hvort þetta sé trikk til að halda því leyndu hvað hann ætlar að gera en það var nú minnistætt síðasta sumar þegar að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að kaupa neinn en "keypti" Michael Owen öllum til mikillar undrunar + það að kaupa Obertan og Antonio Valencia.

Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart í sumar ... Thierry Henry?


mbl.is Ferguson rólegur á leikmannamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollast fyrir hann að koma sér í annað lið

Ég yrði mjög svekktur að sjá Joe Cole áfram hjá Chelsea ... maðurinn er búinn að setja meira og minna á bekknum alla leiktíðina, þangað til orðrómur væri að Man Utd hafði áhuga á honum og sömuleiðis lýsti hann áhuga tilbaka. Þá stökk Ancelotti til og lét hann spila. Þetta er magnaður leikmaður og væri réttast fyrir hann að skrifa annarsstaðar undir samning, annars endar hann bara eins og Deco, Shaun Wright Philips og aðrir góðir leikmenn
mbl.is Ancelotti: Cole verður um kyrrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hættur að botna í þessum manni!

Hann montar sig að því að hann tali ekki illa um menn utan vallar ... svo örfáum dögum síðar kallar hann Neville fávita í viðtali

 

Ég held að það sem Carlos Tevez ætti að gera væri að hætta að væla útaf Man Utd og einbeita sér að City! Honum var bara andskotans nær að fara


mbl.is Tévez sendir Neville tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það?

Ég held að mörkin hafi verið frekar til að "prove a point" að Man Utd.

Tevez er ennþá sár að við signuðum hann ekki fyrr á síðasta tímabili

Væri held ég mjög gaman að sjá Gary Neville í byrjunarliði í næsta leik á OT og Tevez sömuleiðis hjá City ... það yrði skemmtilegt að sjá


mbl.is Tévez: Mörkin eru fyrir stuðningsmennina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ég sé nú United maður...

... þá verð ég vera sammála Benitez. Fernando Torres er án efa einn besti sóknarmaður í heimnum í dag , það tekur það enginn frá honum en ég held að Liverpool menn verði að passa sig .. ef að þeir vinna ekki dollu í ár ... þá er ekki víst að þeir hafi lengur besta sóknarmann í heimi í þeirra hópi!
mbl.is Benítez: Torres verður betri og betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður leikur í uppsiglingu

Ég held að þetta verði alveg magnaðar leikur og það á alls ekki að vanmeta FH, Agbonlahor og Ashley Young eiga eftir að verða erfiðir samtsemáður fyrir FH og sömuleiðis Gareth Barry

Þá er að krossleggja fingur og vona að FH vinni enska liðið!!

 

Áfram FH


mbl.is FH-Aston Villa: Hraði Agbonlahor og Young getur gert gæfumuninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er farinn að grenja!!! ;(

GLEÐITÁRUM!!!!! :D :D :D :D

 

Glory Glory Man Utd !!! gaman að vera United megin núna! :D

 

Einfaldlega besta liðið í Evrópu 


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dagur Björnsson
Dagur Björnsson
20 ára drengur frá Borgarfirði Eystra, staðsettur í RVK og stunda nám við Fjölmiðlafræði í Tækniskóla Íslands, ég hef mikinn áhuga á fótbolta og öðrum menningarlegum sviðum, dyggur aðdáandi Manchester United. Ég segi það sem mér sýnist!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband