Skömm og gleði

Sem United maður...þá skammast ég mín fyrir nokkra leikmenn á vellinum! Vörnin stóð sig reyndar mjööööög vel en áttu samt bölvaðar klaufaspörk. Owen Hargreaves fær allt mitt hrós..enda stóð hann sig frááábærlega og var með einn af betri mönnum á vellinum :) Var frekar sár útí Ronaldo eftir vítaspyrnuna en pressan var mikil þannig að maður skilur þetta aðeins. Ég skammast mín fyrir það að Barcelona gjörsamlega áttu leikinn frá A-Ö. Rooney sást ekki rassgat og veit ég ekki hvað hann var að gera á vellinum, Tevez stóð sig ágætlega en ég hefði viljað sjá meira af honum. Anderson og Nani hefði ég viljað sjá í fyrri-hálfleik og sömuleiðis Giggs, skil ekki hvað Park var að gera þarna!

Gleðin hjá mér er samt fólgin í því að United tókst að halda hreinu á Nou Camp og það er afrek á sinn hátt!

Spenntur að sjá seinni leik liðanna sem verður haldinn á Old Trafford.

Svo er einnig annar stórleikur á laugardaginn þar sem United tekur á móti Chelsea í ensku deildinni.

Stressið mun halda áfram.... 


mbl.is Barcelona og Man Utd gerðu markalaust jafntefli - Ronaldo skaut framhjá úr vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brandurj

Já halló! Jú þetta er nokkurnveginn satt hjá þér,Owen Hargreaves var langbesti maðurinn hjá Man Udt,en svo fannst mér Park vera að standa sig vel,en skildi samt ekki afhverju Ferguson skipti Giggs ekki miklu fyrr inna.

Jæja við tökum þetta á Old Trafford,er það ekki?

Lengi lifi Manchester United! 

Brandurj, 25.4.2008 kl. 11:10

2 identicon

Jú við neglum þetta á Trafford! Klárt mál :)

Ronaldo skorar pottþétt!

Dagur Björnson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagur Björnsson
Dagur Björnsson
20 ára drengur frá Borgarfirði Eystra, staðsettur í RVK og stunda nám við Fjölmiðlafræði í Tækniskóla Íslands, ég hef mikinn áhuga á fótbolta og öðrum menningarlegum sviðum, dyggur aðdáandi Manchester United. Ég segi það sem mér sýnist!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband