Eru mótmælendurnir að verða snargeðveikir???

Vel og lengi hafa þessi mótmæli farið í taugarnar, það má alls ekki misskilja mig að ég sé eitthvað á móti þeim en aðeins styð ég mótmæli á friðsæmlegum nótum

Mér finnst þessi mótmælendahópur vera að tapa glórunni með asnaskap og leiðindum. Það ætti vonandi að gleða einhverja að krónan styrktist um 1,7% en greinilega var þessi hópur of upptekið að vera með almenn leiðinlegheit og dónaskap.

Mér leyfist að spyrja að einu, ég fór að pæla í því þegar ég las þessa frétt snemma í morgunn að hvað í andskotanum ætla þeir að gera ef þeir hefðu nú fengið inngöngu?? Hefðu orðið slagsmál eða?? Ég efast um að Ríkisstjórnin hlusti eitthvað frekar á okkur face-to-face frekar en fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli

Svo sér maður nokkra kettlinga þarna með klút á andlitinu. Afhverju þora þeir ekki að sýna á sér smettið víst að þeir eru svona kjarkaðir að haga sér svona!? 

Ég varð bara reiður á því að horfa á þetta! Þar sem fólkið virðist ekki hafa vitglóru í hausnum og hafa greinilega aldrei lært mannasiði. Eins og ung daman þarna sem hrækti á lögguna.

Ég er stórhneykslaðu!


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við gerðum ekki neina tilraun til að fá inngöngu. Tilgangur þessarar aðgerðar var sá að varna ráðherrum inngöngu. Og það munum við sjálfsagt gera aftur, því ekkert gengur að koma þessari vanhæfu ríkisstjórn burt með áskorunum eða hefðbundnum aðgerðum.

Tilgangurinn með því að hylja andlit sín er sá að draga úr líkunum á því að málstaðurinn verði persónugerður. Eins eru þá bæði minni líkur á að einhver verði ofsóttur og að persónudýrkun taki athygli frá málstaðnum.

Unga konan sem hrækti á lögregluna var að bregðast við harkalegri meðferð. Löggan sem hún hrækti á hafði tekið fyrir kverkarnar á henni rétt áður. Það þóttu heldur ekki mannasiðir í minni sveit að klípa fólk og kyrkja.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:11

2 identicon

Já og ef þú vilt nánari útlistun á atburðum morgunsins þá er önnur lýsing hér: http://www.dv.is/frettir/2008/12/9/logregla-kyldi-motmaelenda-hrinti-ljosmyndara-og-reif-i-bladamann/

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Dagur Björnsson

Takk fyrir kommentin Eva. Ég lít á þetta

Ég veit vel að Ríkisstjórnin brást rangt við þegar að bankarnir hrundu og ég veit vel að fólk telur hana vera vanhæfa en er ekkert pælt í því að ef að stjórnin víkur þá fer allt sem hún er búin að gera í vaskinn og allt þarf að byrja upp á byrjun. 

Mér finnst allavega í lagi að leyfa þeim að fá aðeins meiri í tíma (ég veit vel að sumir landsmenn hafa ekki meiri tíma) til að rétta þetta við.

Ég veit ekki betur til en margt er að lifna núna við á ný.

Hverjir finnst þér eiga með réttu að stýra þessu landi? 

Dagur Björnsson, 9.12.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Dagur Björnsson

og ég las þessa frétt en því miður tek ég aldrei mark á því sem DV segir. Mín persónulega skoðun.

Ég gæti alveg eins skrifað ef að ég væri að vinna hjá einhverju blaði að mótmælandi hefði kýlt mig. Það er ekkert mál að skrifa það en kannski var sannleikurinn er sá að hann hafi bara aðeins ýtt við mér. Mér finnst líklegt að þeir séu að ýkja eitthvað þarna hjá DV og ábyggilega ekki í það fyrsta skiptið 

Dagur Björnsson, 9.12.2008 kl. 20:06

5 identicon


Mér finnst nú freka að stjórnvöld hafi ekki vitglóru í hausnum og séu gjörsamlega að tapa sér í asna- og dónaskap gagnvart okkur hinum! Kannski er þetta eina leiðin til að fá þá til að hlusta. Svei mér ef ég bara tek ekki þátt í þessu næst. Og er ég þó eldri en tvævetra! Er bara orðin ósköp reið yfir þessu

Rósa (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Dagur Björnsson

Maður skilur svosem alveg reiðina í fólki en ég er búinn að pæla í því hvort að þetta sé Mótmælendur vs Ríkisstjórn eða Mótmælendur vs Löggan

Fólk á bara að leyfa löggunni að vinna sína vinnu og þó hún hefur kannski ábyggilega oft gengið of langt þá er þeim það leyfilegt sama hvað við segjum afþví að þeir hafa lögin sín megin. 

Ég lýg því ekki að ég er mjög spenntur að sjá hvernig mótmælendur bregðast næst við en þá er ég ekki langt frá því að löggan grípi til enn meiri aðgerða, þ.a.s Óeirðarlöggan

Ég tek reyndar orð mín til baka að mótmælendur séu orðnir snarðgeðveikir, þetta var kannski illa sagt en mér lýst hinsvegar alls ekki á þá 

Dagur Björnsson, 10.12.2008 kl. 18:13

7 identicon

Vandamálið er það að þótt lögreglan sé 'bara að vinna sína vinnu', þá er hluti af störfum hennar hápólitískt mál.

Ég er lögreglunni þakklát fyrir að upplýsa glæpi og veita aðhald. Ég finn hinsvegar ekki til neins þakklætis þegar lögreglan er að framfylgja lögum sem eru sett í þeim tilgangi að tryggja vald og hagsmuni fámennra hópa. 

Þeir sem grípa til pólitískra aðgerða eins og t.d. að hindra valdníðinga í störfum sínum, fá ekki nokkurn vinnufrið fyrir lögreglunni því starf hennar felst að hluta í því að tryggja að valdníðsla og spilling geti átt sér stað án truflunar. Þar með er nokkuð víst að mótmælendur og lögregla fari að líta svo á að þau séu andstæðingar. Lögreglan hefur svo lögboðinn rétt til valdbeitingar og þér að segja þá er bara mjög erfitt að taka því ekki persónulega ef maður er laminn, handtekinn eða eitri skvett framan í mann og ef maður svarar því á einhvern hátt er litið á það sem árás á lögreglumann, sem lögum samkvæmt eru miklu heilagari en annað fólk.

Þegar lögreglan beitir valdi til að hindra fólk í að rísa upp gegn valdníðslu, þá er rökrétt að líta á lögregluna sem hluta af því valdabatteríi sem þarf að halda í skefjum. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagur Björnsson
Dagur Björnsson
20 ára drengur frá Borgarfirði Eystra, staðsettur í RVK og stunda nám við Fjölmiðlafræði í Tækniskóla Íslands, ég hef mikinn áhuga á fótbolta og öðrum menningarlegum sviðum, dyggur aðdáandi Manchester United. Ég segi það sem mér sýnist!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband