13.4.2008 | 19:52
Tenacious D : The Pick Of Destiny
Ég var að velta því fyrir mér...það eru ekki ófáar bíómyndir sem gerðar eru um hljómsveitir sem ég hef séð. Bítlarnir stóðu fyrir sínu með sínar myndir. Yfirleitt eru það reyndar heimildamyndir sem búnar eru til um hljómsveitir sem eru misskemmtilegar. Á sínum tíma horfði ég á heimildarmyndina Some Kind Of Monster sem innihélt hljómsveitina Metallica árið 2004. Fór ég á ég þessa mynd 3 júlí í Háskólabíó með Ólafi bróður mínum og þegar hún kláraðist, þá var ég bara á einni niðurstöðu...einfaldlega að þetta væri besta tónlistarmynd sem ég hafði séð....eeen annað kom í ljós 2 árum síðar. Árið 2006 leit ný mynd dags síns ljós eeen það var hvorki meira né minna um hljómsveitina Tenacious D og fékk hún nafnið "The Pick Of Destiny". Ég fór á þessa mynd í bíóinu á Reyðarfirði og var ég aðallega að hlusta á tónlistina í myndinni, hún hafði allan hugann minn og í endann fannst mér þetta allt í allt bara sææmileg. Svo núna fyrir 3 dögum síðar tók ég því að horfa á hana aftur og þvílík gargandi snilld þessi mynd. Kannski er of sterkt að segja þetta en að mínu mati er þetta bara einfaldlega með betri myndum sem ég hef séð. Það er alveg ótrúlegt að 2 feitir lúðalegir geti gert svona ótrúlega skemmtilega tónlist. Þar á meðal er annar þeirra heimsfrægur leikari (Jack Black). Myndin er einstaklega veeel leikin og er hún bara um upphaf Tenacious D..hvernig hún varð til, þó það tengist ekkert raunveruleikanum hvernig hún varð til. Ég veit svosem af því að Dave Grohl frontmaður hljómsveitarinnar Foo Fighters hjálpi þeim mikið við að semja eitthvað af þeirra lögum. Þar má nefna tvo stæðstu "hittarana" þeirra "Tribute" og "Beelzeboss". Dave leikur líka djöfulinn í myndabandi þeirra við "Tribute" og hann leikur sömuleiðis djöfulinn í "Pick Of Destiny". Besta atriðið í myndinni er án efa einvígið á milli TD og djöfulsins. En einvígið er hægt að finna undir nafinu "Beelzeboss". Hún fær allavega 10 af 10 frá mér.. hreint út sagt FRÁBÆR mynd og leyfi ég sjálfum að segja að segja að Tenacious D er með skemmtilegri hljómsveitum þarna í tónlistarheiminum.
Guð Blessi TD
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Hamar einum sigri frá úrslitum
- Stórleikur Giannis dugði ekki til
- Haukar völtuðu yfir Val í fyrsta leik
- Innsiglaði sigurinn með glæsimarki (myndskeið)
- Markahæstur í spennandi Íslendingaslag
- Tvítugur strákur kom City á bragðið (myndskeið)
- Óvænt dramatík hjá botnliðinu
- Þetta er eðli íþróttarinnar
- Svo kom bara ekkert meira
- Datt fyrir okkur í seinni hálfleiknum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.