Færsluflokkur: Tónlist

Gæti rautt skegg unnið?

Ég mundi endilega vilja sjá Ólaf Björnsson bróður minn keppa í þessu....hann mundi pottþétt rústa þessu! eeeeeeen fyrst þarf hann að finna Eging Am See (er það til á kortinu?????)
mbl.is Keppt í skeggvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁ SÆLL!!!!!

Eigum við að ræða þetta eitthvað eða??? :D

 

Ég er ennþá að nudda augun!!!!! 


mbl.is Damion Rice leikur í Bræðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roskilde Festival 2008?

Hvenær mun sá tími renna upp að maður taki upp kortið, fari í BT, fari á miði.is, velur Roskilde og renni síðan kortinu í gegn og fái miðann beint í hendurnar??

Til eru margar hátíðir sem eru sagðar betri en Hróaskelda, t.d "Rock Am Ring" í þýskalandi , "Wrechter Festival" í Belgíu, "Download Festival" á Bretlandseyjum og fleiri.

Þegar maður skoðar á line-upið á þessum hátíðum þá eru minnst spennandi hljómsveitirnar á Roskilde, allavega að mínu mati.  Það sem samt er skemmtilegast við Roskilde er að allar íslensku hljómsveitirnar fá að spreita sig þarna. Eins og þetta árið verður Mugison og Bloodgroup (eða stolt okkar austfirðinga eins og margir vilja orða það). Ég þarf nú ekki einu sinni að segja frá því að Mugison verður að hita upp fyrir "Queens Of The Stone Age" sem er auðvitað geggjað á sinn hátt....Bloodgroup skaust fljótlega upp á stjörnuhimininn eftir að hún byrjaði að spila hér á þar. Hún hefur mikið verið að spila í Bandaríkjunum og Englandi. Roskilde er hátíð möguleikanna en margar hljómsveitir á borð við Muse hafa verið uppgötvaðar á þessari hátíð! Ég held að málið sé að fara bara að renna kortinu í gegn.


mbl.is Mugison og hljómsveitin Bloodgroup á Hróarskeldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

This Is My Life

Persónulega hefði ég viljað sjá Haffa Haff í Eurovision eeeen ég er samt helvíti sáttur með þetta lag, myndbandið finnst mér ekkert fyndið.

 

Ég held samt að þau Fiðrik og Regína eigi eftir að standa sig vel þarna úti og óska ég þeim góðs gengis! 


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokkplötur

Ætli ég geri ekki eins og bróðir minn gerði... 

 

Topp 15 yfir mínar uppáhaldsrokkplötur -


Nr. Plata -------------------------------------------------------- ----------Lög
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

15. Living Colour - Vivid                                           (Cult of Personality, Open Letter (To The Landlord)

Þessa hljómsveit er ég nýbúinn að komast að, þá náði ég mér í allt safnið. Þessi plata stóð roooosalega mikið uppúr, mögnuð lög, mögnuð sóló, mögnuð plata!

14. The Mars Volta - De-Loused in the Comaterium   (Roulette Dares, Inertiatic)

Mars Volta þarf maður bara ekki að kynna, þessi plata hefur haft mikið áhrif á mig, frábær plata, eina sem ég hef að segja!

13. Nirvana - Nevermind                                           (Smells Like Teen Spirit, Breed, Lithium)

Ég hef aldrei verið Nirvana aðdáandi og að mínu mati er hún ein ofmetnasta hljómsveit allra tíma...eeeen það er eitthvað við þessa plötu, svööööl plata!

12. Foo Fighters - The Colour & The Shape                (Hey, Johnny Park!, My Hero, Everlong)

Foo Fighters er hljómsveit, hljómsveit sem ég elska, elska er stórt orð hjá mér! Dave Grohl er að mínu mati einn af betri tónlistarmönnum í heiminum!  Það eru líka stór orð! Þessi plata er bara drullu-góð!

11. Nickelback - All The Right Reasons                    (Animals, Rockstar, Side Of A Bullet)

Ég held að margir pæla hvern fjandann ég er að setja þessa plötu inn! Nickelback er bara óþolandi misskilin hljómsveit. Ég veit ekki um eitt lélegt lag á þessari plötu, þeir voru meira að segja fyrsta hljómsveit til að semja official triute lag um Dimebag Darrell (blessuð sé minning hans). Daniel Adair trommuleikarinn er ofursvalur og einn af mínum uppáhalds trommuleikurum. Takk fyrir þessa plötu Nickelback! 

10. Benny Crespo´s Gang - Benny Crespo´s Gang     (Running, Conditional Love, Johnny´s Got A Baby)

Ég er ekki frá því að þetta sé einn besta íslenska rokkplata sem ég hef heyrt. LayLow er syngur örfá lög á plötunni og er meirihlutinn úr hennar hljómsveit. Bassi trommuleikari fer alveg á kostum, enda eru trommurnar á plötunni mér ofarlega í huga núna. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari plötu, hún er eitthvað svo öðruvísi en allar aðrar rokkplötur sem ég hef heyrt með íslenskri hljómsveit. Trommurnar óaðfinnanlegar, söngurinn góður, svöl riff, bassinn plokkaður útí eitt. Stórkostleg plata!

9. Pearl Jam - Ten                                                       (Porch, Alive, Jeremy, Black, Even Flow)

Óli bróðir kynnti mér fyrir þessari hljómsveit og vildi ég lítið vita af henni fyrst. Jájá, semí hljómsveit hugsaði ég....eeen ég hefði betur átt að hlusta á hana með athygli. Pearl Jam er ein af tveimur hljómsveit sem hefur haft mest áhrif á mig tónlistarlega séð og þessi "debut" plata var sú fyrsta sem ég hlustaði á. Margar góðar minningar frá þessari plötu og óaðfinnanlega plata. Æjii fokk it, FULLKOMIN plata! 10000 thumbs up!

8. Metallica - ...And Justice For All                            (Blackened, Dyers Eve, To Live Is To Die, One)

4 plata Metallica, fyrsta plata Jason Newsted, fyrsta platan án Cliff Burtons eeen guð minn góður, þessi plata veitir mér nánast fullnægingu. Metallica hefur verið líf mitt og yndi í tónlistarheiminum og þessi plata er hreint út sagt mögnuð. Inniheldur eitt af flottari lögum allra tíma að mínu mati "One" og einnig var samið lag og skellt á þessa plötu í minningu Cliff Burtons "To Live Is To Die". Ég fer allavega alltaf að grenja þegar ég heyri þessa plötu þegar ég er í glasi. Alvöru skítur!

7. Incubus - Light Grenades                                       (Anna Molly, Light Grenades, Love Hurts)

Elska þessa plötu óendanlega mikið. Incubus eru alveg einstakir tónlistarmenn sem ég kynntist reyndar ekki fyrr en seint á síðasta ári, þótt það sé sorglegt að segja frá því. Frábær plata, frábærir textar, frábær söngur...þarf ég að segja meira?

6 . Pantera - Vulgar Display Of Power                        (Walk, Fucking Hostile, This Love, Regular People (Conceit)

Ég held að það sé satt sem Phil Anselmo söngvari Pantera sagði alltaf á sínum tíma á tónleikum "We are the fucking kings of Metal" Walk er eitt af mínum allra uppáhalds rokklögum og innheldur svalasta, einfaldasta, þéttasta riff allra tíma! Pantera, þið eruð konungar þungarokksins!

5. AC/DC - Back In Black                                           (Back In Black, Highway To Hell)

Meistaraverk....punktur

4. Led Zeppelin - House Of The Holy                         (Over The Hills And Far Away, D´yer Mak´er, The Song Remains The Same)

2 plötur, 4 lög á sitthvorri plötunni. Alveg hreint út sagt stórkostleg plata sem ég er búinn að hlusta á held ég svona 30000 sinnum. Led Zeppelin eru feður þungarokksins...enginn vafi leikur á því

3. Tenacious D - The Pick Of Destiny                       (Beelzeboss, Kickapoo, POD, Classico)

Er heimskulegt að setja þessa plötu í 3 sætið...fokk nei! Tenacious D er ein skemmtilegasta rokkhljómsveit sem ég veit um og eru þetta bara 2 bústnir lúðar sem eru í raun og vera alvöru tónlistarmenn. Þessi plata inniheldur svo margt gott og skemmtilegt rokk, þeir leika sér að þessu...horfið á myndina eða hlustið á plötuna eða bara bæði...þá hljótiði að vera sammála mér! :)

2. Pearl Jam - Pearl Jam                                          (Life Wasted, Come Back, World Wide Suicide, Gone)

Nú held ég að bróðir minn verði sáttur. Þessi plata minnir rosalega á fyrstu plötuna þeirra "Ten" eeeen þessi gefur einhvern smá aukasmjörþef. Þessi plata hefur hjálpað mér á erfiðum og góðum tímum...og á ég Pearl Jam margt að þakka. Fullkomin plata. Eddie Vedder, Matt Cameron, Mike Mcgrady, Stone Gossard, Jeff Ahmet eru með betri tónlistarmönnum í heiminum í dag. Takk fyrir!

1. Metallica - Master Of Puppets                              (Battery, Master Of Puppets, Sanitarium, The Thing That Sould Not Be, Orion)

8 laga plata og hún varð meistarverk. Fáar hljómsveitir hafa afrekað þetta. Metallica er án efa ein besta þungarokkshljómsveit allra tíma. Rosalegustu riff sem ég hef heyrt eru á þessari plötu og var þetta síðasta plata Cliff Burtons. Guð blessi Metallica


Damien Rice?

16319__damien_l1Ég er nýbyrjaður að stúdera þennan efnilega tónlistarmann, tók ég mig til og hlustaði á plötuna hans "O" og leist alveg djöfulli vel á, yfir mig hrifinn

 

Svo las ég frétt á mbl að það væri í vinnslu að hann væri að koma á Borgarfjörð í sumar! :)

 

Ef að það er sannleikurinn þá fer ég að grenja takk fyrir!!! 

 

 


Tenacious D : The Pick Of Destiny

Jack Black og Kyle GassÉg var að velta því fyrir mér...það eru ekki ófáar bíómyndir sem gerðar eru um hljómsveitir sem ég hef séð. Bítlarnir stóðu fyrir sínu með sínar myndir. Yfirleitt eru það reyndar heimildamyndir sem búnar eru til um hljómsveitir sem eru misskemmtilegar. Á sínum tíma horfði ég á heimildarmyndina Some Kind Of Monster sem innihélt hljómsveitina Metallica árið 2004. Fór ég á ég þessa mynd 3 júlí í Háskólabíó með Ólafi bróður mínum og þegar hún kláraðist, þá var ég bara á einni niðurstöðu...einfaldlega að þetta væri besta tónlistarmynd sem ég hafði séð....eeen annað kom í ljós 2 árum síðar. Árið 2006 leit ný mynd dags síns ljós eeen það var hvorki meira né minna um hljómsveitina Tenacious D og fékk hún nafnið "The Pick Of Destiny". Ég fór á þessa mynd í bíóinu á Reyðarfirði og var ég aðallega að hlusta á tónlistina í myndinni, hún hafði allan hugann minn og í endann fannst mér þetta allt í allt bara sææmileg. Svo núna fyrir 3 dögum síðar tók ég því að horfa á hana aftur og þvílík gargandi snilld þessi mynd. Kannski er of sterkt að segja þetta en að mínu mati er þetta bara einfaldlega með betri myndum sem ég hef séð. Það er alveg ótrúlegt að 2 feitir lúðalegir geti gert svona ótrúlega skemmtilega tónlist. Þar á meðal er annar þeirra heimsfrægur leikari (Jack Black). Myndin er einstaklega veeel leikin og er hún bara um upphaf Tenacious D..hvernig hún varð til, þó það tengist ekkert raunveruleikanum hvernig hún varð til. Ég veit svosem af því að Dave Grohl frontmaður hljómsveitarinnar Foo Fighters hjálpi þeim mikið við að semja eitthvað af þeirra lögum. Þar má nefna tvo stæðstu "hittarana" þeirra "Tribute" og "Beelzeboss". Dave leikur líka djöfulinn í myndabandi þeirra við "Tribute" og hann leikur sömuleiðis djöfulinn í "Pick Of Destiny". Besta atriðið í myndinni er án efa einvígið á milli TD og djöfulsins. En einvígið er hægt að finna undir nafinu "Beelzeboss". Hún fær allavega 10 af 10 frá mér.. hreint út sagt FRÁBÆR mynd og leyfi ég sjálfum að segja að segja að Tenacious D er með skemmtilegri hljómsveitum þarna í tónlistarheiminum.

Guð Blessi TD 


« Fyrri síða

Höfundur

Dagur Björnsson
Dagur Björnsson
20 ára drengur frá Borgarfirði Eystra, staðsettur í RVK og stunda nám við Fjölmiðlafræði í Tækniskóla Íslands, ég hef mikinn áhuga á fótbolta og öðrum menningarlegum sviðum, dyggur aðdáandi Manchester United. Ég segi það sem mér sýnist!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband