18.9.2009 | 23:33
Hann á þetta skilið!
Ótrúlegt að reyna að verja þetta
Nr 1: Adebayor hleypur þvert yfir völlinn að stuðningsmönnum Arsenal til að fagna, sem hljómar mjög saklaust en þannig er mál með vexti að einn öryggisvörður þurfti að fara á sjúkrahús bara við það að reyna að halda Arsenal-aðdáendum frá því að komst inná völlinn, sem er alvarlegt á sinn hátt! (einnig ætti Adebayor að þakka fyrir það þeir hafi náð að halda fólkinu frá því að komast inná völlinn, annars væri hann ekki heill heilsu í dag)
Nr 2: Adebayor steig alls ekki ofaná Van Persie heldur lét hann fótinn flakka í andlitið á honum þegar þeir voru báðir liggjandi, og það stórsá á andliti Persie (ég sá ekki betur en að þetta hafi verið viljaverk)
Hann á þetta bann svo innilega skilið og vont að kalla Adebayor "atvinnumann" í augnablikinu
![]() |
City mótmælir ákærunni á hendur Adebayor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt þetta er grafalvarlegt mál og á hann að fá 6 leikja bann fyrir bæði þessi brot að mínu mati.
Mark hughes er að reyna að afsaka Adebayor af því .etta var svo tilfiningaríkur leikur fyrir Adebayor. Ég get vel skilið það að stundum ræður maður ekki við tilfiningar sínar en það þíðir ekki að maður þurfi ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna.
Gísli Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:14
Ég er sammála því að hann á skilið langt leikbann fyrir að sparka viljandi í mótherja sinn. Það ætti einnig að ákæra hann fyrir líkamsárás.
Ég sé hins vegar ekkert að því að hlaupa yfir völlinn eftir að hafa skorað mark til að fagna því fyrir framan stuðningsmenn Arsenal. Ég tel því út í hött að vera eitthvað að agnúast út í það. Það er ekki hans sök að öryggisvörðurinn var meiddur heldur er það sök fótboltabullanna úr stuðningsmannahópi Arsenal. Það á að gera allt, sem hægt er til að hafa upp á þeim og útiloka þá frá því að sækja knattspyrnuviðbuði í framtíðinni.
Með orðum þínum um að Adebayor væri ekki heill heilsu ef stuðningsmenn Arsenal hefðu komist inn á völlinn þá ert þú að segja að stuðningsmenn Arsenal séu ekkert annað en grófir ofbeldismenn.
Reyndar efast ég stórlega um að þær fótboltabullur úr stuðningsmannaliði Arsenal, sem hefðu náð að hlaupa inn á völlin til að berja á Adebayor hefðu náð að hlaupa uppi atvinnuknattspyrnumann til að berja hann. Fótboltavöllurinn er stór.
Við megum ekki gelyma því að knattspyrna er bara leikur, sem ekki ber að taka of alvarlega. Fólk, sem tekur gengi síns liðs of mikið inn á sig á ekkert erindi á völlinn. Það á bara að horfa á leikinn heima í stofu.
Sigurður M Grétarsson, 19.9.2009 kl. 09:11
Sammála Sigurði, ekkert að fagni Adebayor, eins og Mark Huges, þá fór hann ekki útaf vellinum. En Brot hans á Persie var ekki neitað, enda er hann í 3ja leikja banni fyrir það. Finnst samt skrítið að Persie fékk ekki tiltal fyrir þessa tæklingu fyrst atvikið var skoðað.
Kristinn Þorri Þrastarson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:11
Það má ekki setja hann i bann fyrir fagnið, það væri fáranlegt !
Mögulega sekta fyrir ííþróttamannslega hegðun en ekki meira en það.
Ég geri ráð fyrir að þú hefðir ekki verið sáttur (með tilliti til banners á þessari síðu), ef Gary Neville hefði verið settur í bann þegar hann fagnaði marki gegn Liverpool á lokasekúndinni fyrir framan hörðustu liverpool stuðningsmennina með því að kyssa merki Manchester :)
Stórkostlegat moment samt sem áður hjá Gary.
Jökull (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:31
Samkvæmt Just-football fékk Neville 2 leikja bann fyrir fagn sitt
"Liverpool fans abused Neville and his family for 90 minutes at Old Trafford. Neville took it all game, then responded by celebrating passionately and kissing his badge at them after United grabbed a dramatic last minute winner. For that Neville was charged with improper conduct, banned for 2 games and fined £5,000."
Guðný (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:57
Spurning til ykkar Sigurðar og Kristins, af hverju þurfti hann að hlaupa völlinn á enda til þess að fagna þessu marki? Mitt svar er, að það var til að ögra stuðningsmönnum Arsenal, það bara hleypur enginn leikmaður völlinn á enda til að fagn marki, fyrir framan stuðningsmenn andstæðingana, yfirleitt fagna leikmenn framan við sína stuðningsmenn. Svo að pottþétt leikbann fyrir þetta eins og brotið.
Hjörtur Herbertsson, 19.9.2009 kl. 13:52
Sigurður og Kristinn: Eins og ég skrifaði , þetta lítur sakleysislega út að hlaupa yfir völlinn ... en hann veit það sjálfur að hann er ekkert vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal og við hverjum bjóst hann með því að hlaupa alla leið? að aðdáendur Arsenal mundu standa upp á og klappa fyrir honum ... nei , auðvitað brjálast þeir og það er ekkert annað en vitleysa að segja að það hafi ekki verið honum að kenna að öryggisvörður slasaðist , einfalt svar við því ... "Ef Adebayor hefði ekki hlaupið yfir völlinn til að fagna, hefði vörðurinn ekkert slasast!"
Jökull: Ég er sammála því að það hafi verið stórkostlegt móment :) en eins og Guðný kom með góða frétt, þá var Neville dæmdur í bann og það er alveg rétt
Dagur Björnsson, 20.9.2009 kl. 09:52
Dagur. Maðurinn er í fullum rétti að fagna markinu hvar, sem er inni á vellinum. Öryggiusvörðurinn slasaðist vegna þess að fótboltabullur úr stuðninsmannaliði Arsenal lömdu hann. Punktur. Það er engin afsökun fyrir þá þó Adebayor hafi ögrað þeim. Að dæma leikbann á þetta eða yfir höfuð amast við þessu er út í hött.
Hjörtur. Hann þurfti ekkert að hlaupa yfir völlin til að fagna marki en hann var í fullum rétti að gera það. Það er eitthvað að hjá enska knattspyrnusambandinu ef það ætlar að fara að amast eitthvað við því.
Sigurður M Grétarsson, 20.9.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.