17.7.2008 | 12:35
Hvað er málið?
Ég trúði varla mínum eigin augum þegar að ég las þessa frétt hérna á mbl ... 18 ára stelpa....búin að vera með prófið í 1 ár...tekin á 199....fær bara 3 mánaða sviptingu??? hvaaaaaað er málið með það???
Ég tala nú ekki um þá hættu sem hún var að leggja fólkinu í umferðinni í ... eins og einn maður hér á bloggi mbl orðaði glæsilega "Sjálfsmorðsárás"
Að mínu mati ætti þetta allra helst að vera 1 ár....ef ekki 2 ár....skelfing að þetta skuli vera svona lág svipting! Stelpukindin var á meiri en 2földum löglegum hraða
Ég held sveimér þá að ég sé bara feginn að halda mér á mínum hraða....semsé 90
Foreldrar stelpunnar hjlóta sveimérþá vera stolt (kaldhæðni)
![]() |
Tekin á 199 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
,, Foreldrar stúlkunnar hljóta sveimerþá að vera stolt ". Nei, ætli þau þurfi ekki frekar að endurskoða uppeldisaðferðir sínar rækilega. Svo þarf stúlkukindin greinilega á góðum sálfræðingi að halda.
Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:41
Aldrei heyrist hljóð í ykkur þegar óteljandi fréttir af svipuðum aðstæðum fljóta hér inn á mbl.is og ökumaðurinn er ungur karlmaður.
Það er ekki bara algengt, heldur mjög algengt. Hvers konar hræsni er þetta eiginlega?
Þá á ég við ýkjurnar og refsigleðina.
Þið vitið það eins og allir aðrir hér að það verður að vera samræmi í dómum. Hingað til hafa ungir karlmenn sem hafa stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu með ofsaakstri ekki fengið svo dýrar refsingar, það er bara svoleiðis.
Anna Lilja, 17.7.2008 kl. 18:41
Anna.. Ekki rétt.. Ef að ungur karlmaður væri á þessum ógnar hraða þá yrði eitthvað sagt.. Og ef ég man rétt þá hafa tröll bloggheimsins rætt um að aflífa ökumanninn fyrir svona óvitaskap.
Flestar nýlegar fréttir af ungum ökumönnum og ofsaakstur, hafa verið um veganýðinga á 120 til 150. Það er reyndar svo rosalega auðvelt að missa ökutæki 10-20 kílómetra yfir þriggjastafa tölu. Farartækin okkar eru orðin svo mjúg og kraftmikil að maður finnur varla fyrir 20km hraðamun á venjulegum fjölskyldubíl.
Aftur á móti finnst mér að þegar hraðinn er er kominn yfir 140 er um einbeitann brotavilja að ræða að mínu mati, þetta er ekki hraði sem maður gleymir sér á. Sama hvort manneskjan sé með vaginu eða ekki !
Kalli (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.