21.5.2010 | 15:39
Vangaveltur..
Ég er eiginlega feginn að hann verði ekki seldur. Hann er búinn að skora fá mörk en fólk gleymir því að hann er snillingur í að byggja upp mörk. Hann er jú latur og hleypur lítið en mér þótti gaman að sjá hann á móti Stoke í lokaleiknum í deildinni, þó hljóp hann eins og vitleysingur (sennilega afþví að þetta var síðasti leikurinn..). Hann segist ætla að berjast næsta tímabil og ætla ég svo innileg að vona að skotskórnir komist í gang
![]() |
Ferguson: Berbatov er ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er svona beggja blands finnst mér. hann hefur jú fínt auga fyrir spili en hjá framherja eru það mörkin sem telja, því miður er það bara þannig. það er gott að hann segist ætla að berjast áfram en það er eiginleiki sem ferguson hefur áhuga á. hann fær því að mínu mati einn sjens enn. aftur á móti gæti þetta "hann er ekki til sölu" verið til að reyna að hækka verðið á honum "ef" hann yrði seldur. mér er semsagt slétt sama þó hann fari, það eru til betri framherjar í sjónum.
þórarinn (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 07:20
Alveg rétt hjá þér Þórarinn! Auðvitað eru miklu betri framherjar í sjónum, mig dauðlangaði að sjá David Villa í rauðri treyju á næstu leiktíð en stórveldið hjá Barcelona fær allt sem það biður um , svo einfalt er það.
Ferguson er algjör meistari í trikkum og brellum, eins og dæmið sem þú komst með að "hann er ekki til sölu" væri til að reyna að hækka verðmiðann á honum, það er svo alls ekki galinn hugmynd .. ég held að Ferguson viti hvað hann syngur og í 90% tilvika syngur hann fallega
Dagur Björnsson, 22.5.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.