18.1.2010 | 09:59
Ég á ekki aukatekið orð...
Á hverjum einasta morgni kveiki ég á tölvunni og netinu, og fer á www.teamtalk.com og skoða fótboltafréttir. Dagurinn byrjar ekki án þess. En þetta er held ég í fyrsta skipti í langan tíma sem mér líður alveg virkilega illa við að lesa fótboltafréttir svona snemma morguns!
Aldrei í lífi mínu vildi ég sjá Ferguson segja af sér og kvíði ég fyrir þegar sá dagur rennur upp. En einhvern daginn verður hann orðinn of gamall fyrir þetta.
Ég trúi því bara ekki að stuðningsmenn United ætli að standa saman og biðja hann um að segja af sér .... til þess eins að mótmæla eigendum
Ef að Ferguson segir af sér vegna þessa .. þá á ég eftir að fella tár
Skora á Ferguson að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrr frýs í Helvíti.
Óli Prik (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 11:18
Ég hef engar áhyggjur af því svosem að hann segi af sér ... bara leiðinlegt að stuðningsmenn séu að biðja hann um það!
Dagur Björnsson, 18.1.2010 kl. 12:39
Skiljið þið ekki þessa frétt?
Þetta Glazer pakk hlýtur að hafa verið í námi hjá Björgólfshyskinu.
Sveinn Elías Hansson, 18.1.2010 kl. 21:51
Ferguson mun ekki segja af sér og allra síst ef að einhverjir eru að þrýsta á um slíkt. Við United-fans getum því verið alveg pollrólegir út þetta tímabil. Hins vegar er víst samningur United og Ferguson að renna út eftir þetta tímabil og bendir ýmislegt til þess að karlinn sé að fara að segja þetta gott eftir 24.ár hjá United. Ef að verður þá er það því ekki fyrr en í haust sem við getum farið að hafa áhyggjur af framtíðinni.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.