Færsluflokkur: Íþróttir
13.4.2008 | 20:59
Man Utd 2 Arsenal 1
Ég held að mínir menn hafi afrekað stórann hlut í dag. Þó á maður aldrei að halda kjafti fyrr en deildin er búinn. Þessi leikur í dag var alveg ótrúlegur, ég var meira og minna á hnjánum síðustu 30 mín í leiknum og hjartað á milljón. Það er ljótt að segja að við áttum þennan sigur skilið eeen lokatölur segja allt sem segja þarf. Ósanngjarnt mark hjá Arsenal eeen það tók enginn eftir þessu (ekki einu sinni liðsmenn United) að þetta var hendi á Adebayor en endursýningar sýndu annað. Vítaspyrnan sem United fengu var rétt dæmd, harður dómur segja margir en boltinn fór í hendina á honum og enginn getur neitað fyrir það! Aukaspyrnan var það besta í leiknum, ég bjóst allan tímann við því að C. Ronaldo myndi spyrna knettinum en Owen H gerði fáránlega vel og markið var alveg skuggalega flott. Lehmann átti ekki séns. Að mínu mátti áttum við þennan sigur skilið, bæði liðin börðust harkalega og United stóð uppi sem sigurvegari á endanum. Ég held að draumar Arsenal um titilinn sé að dofna og dofna, allavega sem United maður býð ég spenntur eftir leiknum á móti Chelsea sem verður ábyggilega úrslitaleikur. Eitt er víst að við erum komnir með aðra hendina á titilinn.
Takk fyrir kaffið
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar